Allt að 46% verðmunur á skólabókum

Námsmenn ættu að hafa hugfast að verð á algengum bókatitlum …
Námsmenn ættu að hafa hugfast að verð á algengum bókatitlum breytast oft ört hjá verslunum við upphaf skólaárs að sögn ASÍ. mbl.is/Ernir

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á nýjum og notuðum skólabókum fyrir framhaldsskóla í bókaverslunum á höfuðborgarsvæðinu sl. þriðjudag. ASÍ segir að allt að 46% verðmunur sé á skólabókum

Farið var í 6 verslanir og skoðað verð á 32 algengum nýjum námsbókum og borið saman innkaups- og útsöluverð á 25 notuðum námsbókum á þremur skiptibókamörkuðum, að því er segir á vef ASÍ.

Griffill oftast með lægsta verðið

Fram kemur, að af nýjum skólabókum hafi A4 Skeifunni átt til flestar bækur eða 30 af 32, Eymundsson Kringlunni og Griffill Laugardalshöll áttu til 28 titla. Í helmingi tilvika var á milli 30-45% verðmunur á hæsta og lægsta verði verslananna. Griffill var oftast með lægsta verðið á nýjum bókum í þessari verðkönnun en 17 titlar af 32 voru ódýrastir hjá þeim. A4 kom þar á eftir með lægsta verðið á 12 titlum. Eymundsson var oftast með hæsta verðið á nýjum bókum eða á 25 titlum af 32.

Mestur verðmunur í könnuninni af nýjum bókum var á bókinni “Uppspuni: Nýjar íslenskar smásögur“, en bókin var dýrust á 4.299 kr. hjá  Eymundsson en ódýrust á 2.950 kr. hjá Griffli sem er 1.349 kr. verðmunur eða 46%. Minnstur verðmunur var að þessu sinni 7% á enskubókinni “In line for reading“, hún var var dýrust á 1.799 kr. hjá Eymundsson en ódýrust á 1.685 kr. hjá Forlaginu Fiskislóð og A4. 

Mikill munur á verði skiptibókamarkaðanna
Af þeim þremur bókaverslunum sem starfrækja einnig skiptibókamarkað, var A4 oftast með hæsta útsöluverðið á notuðum skólabókum sem skoðaðar voru eða á 19 titlum af 25. Grifill var oftast með lægsta útsöluverðið eða á 18 titlum og Eymundsson á 11. Mestur verðmunur var á álagningu skiptibókamarkaðanna hjá A4, en munur á innkaupsverði og útsöluverði var á bilinu 60-80%. Hjá Eymundsson og Griffli var munurinn á bilinu 30-50%. Í um 40% tilvika er sama innkaups og útsöluverð á notuðum bókum, hjá Griffli og Eymundsson.

Nánar á vef ASÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert