Börn af erlendum uppruna fái móðurmálskennslu

Úr fjölmenningarlegu skólastarfi í Fellaskóla.
Úr fjölmenningarlegu skólastarfi í Fellaskóla. mynd/Reykjavíkurborg

Skóla- og frístundaráð hefur samþykkt að setja saman starfshóp um móðurmálskennslu fyrir grunnskólabörn af erlendum uppruna.

Starfshópurinn skal m.a. skipaður fulltrúum meirihluta og minnihluta ráðsins og skal formaður hans vera Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi. Starfshópurinn á m.a. að leggja mat á þörfina fyrir móðurmálskennslu barna af erlendum uppruna, faglegar kröfur og menntun kennara, námsskrá og viðurkenningu á náminu. Hann leggi fram tillögu að áætlun um móðurmálskennslu í algengustu tungumálunum í grunnskólum borgarinnar. Hópurinn skal hafa samráð eftir þörfum við fagfélög grunnskólakennara og skólastjóra auk frjálsra félagasamtaka á þessu sviði, að því er segir á vef Reykjavíkurborgar.

Nánar hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert