Flestir skjálftanna um tvö stig

Bárðarbunga
Bárðarbunga mbl.is/Elín Esther

Skjálftavirknin í Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajökli hefur verið á svipuðum nótum í nótt og undanfarna daga og erfitt að gefa upp nákvæma tölu um hversu margir skjálftar hafa riðið yfir. Þeir eru hins vegar flestir um tvö stig, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Sá stærsti 3,8 stig

Stærsti skjálftinn var um 3,8 stig en hann reið yfir klukkan 23:37 í gærkvöldi og eru upptök hans á svipuðum slóðum og skjálftanna undanfarna tvo daga.  Að sögn sérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru skjálftarnir á miklu dýpi líkt og undanfarið eða um 10 km. 

 Ekki sjást merki um að kvika sé á leið til yfirborðs.

Bætt við klukkan 7:06

„Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er enn mikil. Líkt og í gær er aðalvirknin bundin við innskotavirknina undir Dyngjujökli, á sömu slóðum og í gær. Fáeinir skjálftar (grynnri) hafa einnig mælst í Bárðarbungu, líkt og síðustu daga,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Yfirfarnir skjáfltar frá miðnætti
Yfirfarnir skjáfltar frá miðnætti Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert