Í gæsluvarðhald fyrir stunguárás

mbl.is/júlíus

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem grunaður er um árás á Frakkastíg þann 9. ágúst sl. þar sem maður var stunginn með hníf. Myndband náðist af slagsmálum mannsins og fórnarlambs hnífstungunnar. 

Fyrir héraðsdómi hélt lögreglan því fram að myndbandsupptakan sýni hvernig kærði sé með fórnarlambið undir sér í átökunum og að vegfarandi reyni að ná kærða ofan af fórnarlambinu með því að grípa í hönd kærða, sem hafi haldið á hníf. 

Fram kemur að fórnarlambið hafi hlotið fjóra áverka eftir stungu, í brjóst, herðablaði, brjósthol og nára. Auk þess var hann með fjölda skurða á líkamanum. 

Vitni lýsir því fyrir dóminum að kærði hafi lent í átökum við fórnarlambið. Síðan hafi kærði yfirgefið svæðið og snúið svo aftur með hníf í hendinni og stungið fórnarlambið fjórum sinnum. 

Kærði lýsir því yfir að hann hafi aðeins verið undir áhrifum áfengis þegar lögreglan handtók hann. Lögregla bíður nú niðurstöðu blóðrannsókna. 

Mun kærði sitja í gæsluvarðahaldi til 12. september. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert