Kom til löndunar með 97 tonna afla

mbl.is/Eggert

Ísfisktogarinn Bjartur kom til löndunar í Neskaupstað í morgun með 97 tonna afla. Uppistaða aflans er þorskur eða 85 tonn.

Greint er frá þessu á vef Síldarvinnslunnar. Þar segir, að þetta sé fyrsti botnfisktúr Bjarts að afloknum makrílveiðum en skipið fór í fjóra makríltúra á tímabilinu 7.-17. ágúst og veiddi rúmlega 180 tonn sem fóru til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert