Raki í suður- og austurveggjum Alþingishússins

Alþingishúsið við Austurvöll.
Alþingishúsið við Austurvöll. mbl.is/Ómar Óskarsson

Verið er að leggja lokahönd á starfsáætlun Alþingis fyrir komandi þing, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis.

„Forsætisnefndin fór yfir lokatillöguna fyrir skömmu og voru þá gerðar nokkrar breytingar á henni, en áætlunarinnar má vænta á næstu dögum.“

Í sumar hefur tíminn verið nýttur í viðhald á þinghúsinu, en að sögn Helga var mikil þörf á því. „Talsverð rakavandamál hafa verið í húsinu og hafa þau að mestu verið í veggjunum sem vísa mót suðri og austri. Mikið múrviðhald hefur því staðið yfir og þá einkum í þingflokksherbergi Vinstri grænna, sem er í suðausturhorni hússins á fyrstu hæð.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert