Skúta strönduð við Reykjavík

mbl.is/Ómar

Björgunarsveitin Ársæll var kölluð út fyrr í kvöld þegar tilkynning barst um strandaða skútu skammt undan Gufunesi við Reykjavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

Sveitin fór á staðinn á björgunarbátnum Þórði Kristjánssyni en bátur frá Snarfara var fyrstur á staðinn. Fjórir voru um borð skútunni, tveir eru komnir í land en skipstjórinn bíður við annan mann um borð. Enginn leki kom að skútunni og veður er ágætt svo ekki er talin mikil hætta á ferðum. Reyna á að draga skútuna á flot á flóði sem er á fimmta tímanum í nótt. Björgunarbáturinn er áfram á staðnum til öryggis og björgunarskipið Gróa P er lagt úr höfn og mun aðstoða við að draga skútuna á flot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert