Þurfa að vera áfram á Kleppi

Kleppur. Geðfatlaða skortir húsnæði.
Kleppur. Geðfatlaða skortir húsnæði. mbl.is/ÞÖK

Þrettán geðfatlaðir einstaklingar, sem hafa lokið meðferð á geðdeildum Landspítalans, dvöldu á Kleppi um síðustu mánaðamót vegna þess að þeir eiga ekki í önnur hús að venda.

Ellefu þeirra hafa dvalið þar í sex mánuði eða lengur eftir að meðferð þeirra lauk og tveir þurfa að dvelja á lokaðri geðdeild vegna þess að ekki er pláss fyrir þá annars staðar.

Í þessum hópi eru 11 karlar og tvær konur, flest er fólkið um þrítugt eða yngra, að því er fram kemur í umfjöllun um málefni þessa fólks í Morgunblaðinu í dag segir. Þar segir og Björk Vilhelmsdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkur, að heilbrigðisstarfsfólk ráðleggi geðfötluðu fólki að flytja lögheimili sitt til Reykjavíkur, það sé eina sveitarfélagið þar sem viðeigandi þjónusta sé veitt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert