Viðbúnaður miðast við gos

Tækjabúnaður Sifjar er mikilvægur þessa dagana.
Tækjabúnaður Sifjar er mikilvægur þessa dagana. mbl.is/Árni Sæberg

Viðbúnaður almannavarna miðar enn að því að búa landsmenn undir eldgos í norðanverðum Vatnajökli og jökulhlaup í Jökulsá á Fjöllum.

Í ítarlegri umfjöllun um ástandið í Vatnajökli í Morgunblaðinu í dag segir Rögnvaldur Ólafsson verkefnastjóri að staðan sé tekin á hverjum morgni og metið hvort breyta þurfi viðbúnaði.

„Við lítum svo á að það sé verið að vara okkur við og notum tímann til að undirbúa okkur. Vonandi verður þetta aðeins góð æfing sem allir læra af en ef þetta verður að eldgosi nýtist undirbúningurinn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert