Áfengisneysla jókst mikið

Áfengisdrykkja Íslendinga hefur sexfaldast á hálfri öld.
Áfengisdrykkja Íslendinga hefur sexfaldast á hálfri öld. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Neysla Íslendinga á áfengi hefur stóraukist síðan árið 1960, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á vegum Norðurlandaráðs.

Í rannsókninni var neysla á bjór, víni og sterku áfengi yfirfærð í hreint áfengi. Árið 1960 drakk hver Íslendingur að meðaltali 1,2 lítra af hreinu áfengi, en árið 2010 var meðaldrykkja Íslendings á við 7,3 lítra af hreinu áfengi.

Er þessi aukning rúmlega sexföld og er hún hlutfallslega mest sé miðað við hin Norðurlöndin. Íslendingar drekka þó alls ekki mest, af Norðurlandaþjóðunum eru það aðeins Norðmenn sem drekka að meðaltali minna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert