Bjargar götuketti í Túnis

Kötturin Jaren er komin undir læknishendur.
Kötturin Jaren er komin undir læknishendur. Mynd/Bjarki Fjarki Rúnar Gunnarsson

„Mér finnst rosalega gott að geta hjálpað Jaren. Þetta er kisa sem er full af ást og hún kemur alltaf hlaupandi á móti manni þegar hún sér mann,“ segir Bjarki Fjarki Rúnar Gunnarsson. Hann er nú staddur í sjálfboðaliðastarfi í Túnis og hefur ákveðið að hjálpa heimilislausum ketti sem hann fann á vappi um hverfið sitt. 

Verst staddi kötturinn

Bjarki hefur nú dvalið í Túnis í sex mánuði við sjálfboðastörf fyrir samtökin EVS en hann var sendur þangað á vegum Alþjóðlegu ungmennaskiptanna. „Ég hef orðið var við marga götuketti hér í Túnis en ég hef ekki orðið var við ketti sem eru jafn illa staddir og Jaren. Meirihluti þeirra sem þarfnast hjálp eru fótbrotnir eða með sár. Auðvitað væri æðislegt að getað hjálpað þeim öllum. En það er því miður ekki raunhæft. Því miður eins og ástandið er, þá hefur Jaren unnið afar sjaldgæft happrætti,“ segir Bjarki sem nefndi köttinn í höfuðið á öðrum sjálfboðaliða á svæðinu sem reyndist kettinum vel. 

Hefur Bjarki hafið söfnun til þess að geta bjargað kettinum, annað hvort með því að lækna hana af þeim veikindum sem hrjá hana og koma henni fyrir á heimili í Túnis, eða með því að koma henni til Íslands. Bjarki hefur auglýst söfnunina á Facebooksíðu sinni.

Íslendingar eru ótrúlegir

„Núna hafa safnast um það bil  50.000 krónur. Ég held að Íslendingar séu einsdæmi í heiminum. Það er ótrúlegt að fólk skyldi vera tilbúið að hjálpa götukisu í annarri heimsálfu. Það eru örugglega einhverjir sem hlæja af því eða jafnvel gagnrýna það sem ég er að reyna gera hérna. En það þarf að átta sig á því að það er svo gott sem enga dýrahjálp að fá hér.“

„Fólk hefur ekki peningana eða áhugann til þess að hjálpa dýrum sem lifa á götunni. Túnisbúar reyna samt sitt besta og gefa mikið af mat. Meira að segja ef þeir eru að betla á veitingastað.“

Jaren komin undir læknishendur

Jareni hefur nú verið komið fyrir hjá dýralækni þar sem hún mun dvelja í tíu daga. „Dýralæknirinn tjáði mér að hún væri í kringum 8 ára gömul og það væri kraftaverk að kisa í hennar ástandi væri enþá lifandi. Draumurinn væri að finna handa henni heimili hér.“

„Ef okkur tekst að safna fyrir því að taka hana úr sambandi og bólusetja hana þá er góður möguleiki um að einhver geti tekið hana til sín þar sem það myndi ekki kosta neitt. Svo ætla ég að bæta við að allt umframfé sem safnast mun fara til dýraverndunarsamtök á svæðinu eða jafnvel til að bjarga öðrum.

Að sögn dýralæknisins sem skoðaði köttinn er það sjúkdómurinn FVR sem hrjáir hana. Sjúkdómurinn lýsir sér í mörgum mismunandi veirusýkingum sem leggjast á munn, augu, eyru og lungu. „Ef ég hefði haft glóruna í að athuga hvað væri að henni væri henni kannski löngu búin að batna,“ segir Bjarki. 

Bjarki fann Jareni á götunni í Túnis.
Bjarki fann Jareni á götunni í Túnis. Mynd/Bjarki Fjarki Rúnar Gunnarsson
Bjarki Fjarki Rúnar Gunnarsson
Bjarki Fjarki Rúnar Gunnarsson Mynd/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert