Meðalverð á grásleppu og hrognum lækkaði á milli ára

Grásleppukarlar huga að netum sínum á Grandanum
Grásleppukarlar huga að netum sínum á Grandanum mbl.is/Árni Sæberg

Grásleppuvertíðin byrjaði heldur illa þetta árið með lítilli veiði. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir hins vegar að ræst hafi úr veiðum eftir því sem á vertíðina leið.

„Háttalagið á veiðunum var fremur einkennilegt nú miðað við undanfarin ár. Það hefur oft verið krafa hjá körlunum að byrja fyrr en vani er en þá hafa þeir byggt á því að besta veiðin sé alltaf í upphafi vertíðar.

Nú brá hins vegar svo við að veiðin var einna best í lokin,“ segir hann en gráslepputímabilið var alls 32 dagar. Aðspurður segir Örn verðið fyrir bæði grásleppuna og hrognin hafa lækkað nokkuð á milli ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert