Hafna fjárkröfu Impregilo

Fyrirtækið Impregilo byggði virkjunina við Kárahnjúka.
Fyrirtækið Impregilo byggði virkjunina við Kárahnjúka. mbl.is/Brynjar Gauti

Endurupptökunefnd hafnaði beiðni ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo um endurupptöku máls þess á hendur íslenska ríkinu.

Impregilo, sem annaðist umfangsmiklar verktakaframkvæmdir við gerð Kárahnjúkavirkjunar, höfðaði málið upphaflega í janúar árið 2008 og krafði þá íslenska ríkið um greiðslu fjárhæðar sem nam rúmlega 1,23 milljörðum króna.

Í Morgunblaðinu í dag segir, að með fjárkröfunni vildi Impregilo fá endurgreiðslu á staðgreiðslu skatta af launum erlendra verkamanna. Mennirnir höfðu starfað í þágu Impregilo við byggingu Kárahnjúkavirkjunar, en voru þó á vegum tveggja portúgalskra starfsmannaleigna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert