Hjálmlaus og fékk heilahristing

Frá slysstað í gærkvöldi. Foreldrar ættu að brýna fyrir börnum …
Frá slysstað í gærkvöldi. Foreldrar ættu að brýna fyrir börnum sínum að nota alltaf hjálm þegar þau hjóla og ef það er farið að skyggja er nauðsynlegt að hafa ljósin á hjólinu kveikt. mbl.is/Þórður

Fjórtán ára piltur sem ekið var í veg fyrir á gömlu Hringbraut um hálf tólf leytið í gærkvöldi er enn á sjúkrahúsi. Hann var hjálmlaus á hjólinu og hlaut heilahristing og aðra minni áverka. 

Á ljóslausu hjóli

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var pilturinn fluttur á slysadeild og síðan á Barnadeild Hringsins við Hringbraut þar sem hann var í nótt.  

Ökumaður bifreiðarinnar sá ekki drenginn fyrr en við óhappið þar sem ljósabúnaður reiðhjólsins var ekki tendraður.

Ekið á hjólreiðamann

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert