Hjólreiðamenn einnig ábyrgir

Slys á hjólreiðafólki hafa færst í vöxt í takt við …
Slys á hjólreiðafólki hafa færst í vöxt í takt við fjölgun hjólreiðamanna á vegum. mbl.is/Golli

„Hjólreiðamenn bera samfélagslega ábyrgð eins og aðrir í umferðinni. Þeir eru óvarðir gagnvart bílnum. Þess vegna skiptir svo miklu máli að þeir eins og aðrir fari eftir umferðarreglum.“

Þetta segir Fjóla Guðjónsdóttir, forstöðumaður í forvarnadeild Sjóvá. Nokkur núningur hefur verið á milli akandi og hjólandi vegfarenda í umferðinni. Á samfélagsmiðlum má víða sjá hjólreiðamenn agnúast út í akandi vegfarendur sem og öfugt. Gjarnan er umræðan sú að halla þykir á hjólreiðamenn í umferðinni en þeir eru síður en svo einsleitur hópur.

,,Þeir sem brjóta reglurnar eru ekki að liðka fyrir þeim samgöngumáta sem er að ryðja sér til rúms í umferðinni,“ segir Fjóla í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert