Varaaflstöðvar Landsvirkjunar til útlanda

Varaaflstöðin í Straumsvík sem Landsvirkjun hefur selt.
Varaaflstöðin í Straumsvík sem Landsvirkjun hefur selt. mbl.is/Styrmir Kári

Íslenskt eldsneyti hefur keypt varaaflstöðvar Landsvirkjunar við Straumsvík og á Rangárvöllum á Akureyri.

Fyrirtækið er þegar búið að ganga frá samningum við fyrirtæki í Aserbaídsjan og Suður-Afríku um að selja stöðvarnar þangað.

„Við erum í samstarfi við fyrirtæki í Lettlandi, Rússlandi og Aserbaídsjan. Þessir aðilar voru að leita sér að rafstöð til að setja upp,“ segir Sigurður Eiríksson, stjórnarformaður Íslensks eldsneytis, um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Rafstöðin í Straumsvík er gufuaflstöð upp á rúm 34 MW. Rafstöðin á Akureyri er dísilrafstöð upp á um 8 MW.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert