Eldgosafrétt frá Íslandi mest lesin á BBC

Mest lesnu fréttir kvöldsins á BBC.
Mest lesnu fréttir kvöldsins á BBC. Af vef BBC

Það rifjast væntanlega upp fyrir mörgum Evrópubúanum nú hversu alvarlegar afleiðingar gosið í Eyjafjallajökli hafði á flugumferð í álfunni. Það er því ekki að undra að frétt um að hugsanlega sé hafið enn eitt gosið á Íslandi sé mest lesna fréttin nú í kvöld á BBC.

Í frétt BBC um málið segir að rautt viðvörunarstig fyrir flug sé á svæðinu við Bárðarbungu. Það þýði að umfangsmikil eldfjallaaska sé líkleg. 

Sagt er frá því að Veðurstofan segi að lítið gos sé líklega hafið undir jöklinum en að allir flugvellir séu enn opnir. 

Frétt BBC. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert