Flugvöllurinn ekki í hættu

Flugvöllurinn skammt norðan Vatnajökuls.
Flugvöllurinn skammt norðan Vatnajökuls.
Skammt frá Dyngjujökli er nokkuð sérstæður flugvöllur en Ómar Ragnarsson hefur ásamt öðrum annast gerð vallarins. Flugvöllurinn er á milli Brúarjökuls og Kárahnjúka og er því austan við Dyngjujökul og Bárðarbungu.

Hann er alþjóðlega viðurkenndur og tryggður fyrir allar flugvélar sem á annað borð mega lenda á honum, að því er fram kemur í umfjöllun um völlinn í Morgunblaðinu í dag.

Þegar Morgunblaðið náði tali af Ómari var hann staddur á flugvellinum ásamt vinum sínum en þeir voru að halda upp á tíu ára afmæli vallarins. „Við komum hingað á þremur flugvélum, hér er logn, heiðskírt og hlýtt, við sitjum hérna undir flugstöðinni og borðum morgunmat.“ Flugstöðin sem Ómar nefnir er ekki af venjulegu gerðinni, heldur er það húsbíll sem notaður er sem slík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert