Koma fyrir tugum skjálftamæla

Hópurinn hefur að undanförnu unnið að því að koma fyrir …
Hópurinn hefur að undanförnu unnið að því að koma fyrir 24 skjálftamælum í sjónum við Reykjanes. Í Ljósmynd/Egill Árni Guðnason

„Við erum að setja niður 24 skjálftamæla í sjónum fyrir utan Reykjanes en það voru einnig settir 30 mælar á landi.“

Þetta segir Gylfi Páll Hersir, jarðeðlisfræðingur og verkefnisstjóri hjá Íslenskum orkurannsóknum, í Morgunblaðinu í dag, en um er að ræða lið í umfangsmiklu evrópsku verkefni, IMAGE (e. Integrated Methods for Advanced Geothermal Exploration) að nafni.

Gylfi Páll segir markmið verkefnisins vera að þróa nýjar aðferðir til að rannsaka og meta jarðhitakerfi og staðsetja borholur með markvissari hætti. Er þannig vonast til að hægt verði að gefa sem besta mynd af jarðhitakerfum áður en rannsóknarborholur eru boraðar. Gæti þetta dregið úr kostnaði tengdum borunum í jarðhitaverkefnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert