Laga mæli og mastur

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var í dag ásamt björgunarsveitarmönnum og starfsmönnum Veðurstofunnar á Herðubreið vegna bilaðs fjarskiptamasturs á fjallinu. Hópurinn fór að Bárðarbungu fyrr í dag til að laga bilaðan jarðskjálftamæli. 

Árni Sæberg, ljósmyndari mbl.is, segir að í flugi yfir svæðið hafi engin ummerki um eldgos sést. Mikið sandrok sé á jökulsáraurunum norðan Vatnajökuls. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert