Mastrið féll í janúar

Útvarpshúsið í Efstaleiti.
Útvarpshúsið í Efstaleiti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Meðal ástæðna þess hve illa útsendingar RÚV hafa náðst í Kelduhverfi og Öxarfirði er að útvarpsmastur RÚV á Viðarfjalli féll til jarðar vegna ísingar í byrjun árs.

„Dreifikerfi okkar er í sífelldri endurnýjun. Þar er unnið eftir stóru plani en svo brugðist við þegar möstur eða sendar bila,“ segir Gunnar Örn Guðmundsson, forstöðumaður tæknisviðs hjá RÚV. „Upphaf vandamálsins þarna er að það hrundi hjá okkur mastur á Viðarfjalli í byrjun árs og það er meiriháttar mál, bæði hvað varðar vinnu og peninga, að ganga frá því og koma öðru mastri upp.“

Mastrið, sem var 48 metra hátt, gaf eftir undan vindi vegna mikillar ísingar hinn 1. janúar. Eftir það lágu FM-útsendingar RÚV niðri í Kelduhverfi og Öxarfirði. Langbylgjuútsendingar nást eftir sem áður vel á svæðinu, auk þess sem stafrænar útsendingar og netþjónusta eru með eðlilegum hætti. „Það er því ekki hægt að segja að þótt FM-útsendingar falli niður sé öryggi stefnt í hættu,“ segir Gunnar Örn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert