Rýmingu að ljúka

Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi
Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi

Rýmingu er að ljúka í Jökulsárgljúfrum að sögn Hjörleifs Finnssonar, þjóðgarðsvarðar í Ásbyrgi. Um fjögur hundruð ferðamenn voru í gljúfrunum þegar tilkynnt var um að eldgos væri hafið í Dyngjujökli um tvöleytið í dag.

Send voru skilaboð á alla farsíma á þessu svæði þegar ákveðið var að rýma gljúfrin en rýming fellst í því að farið er inn á svæðið og fólk sótt. Rýmingin var í höndum björgunarsveitarfólks, lögreglu og starfsmanna Vatnajökulsþjóðgarðs.

Dettifoss
Dettifoss Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert