Sarah Brown og Michael Pelletier fljótust

Frá maraþoninu í morgun.
Frá maraþoninu í morgun. Eggert Jóhannesson

Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2014 er Matthew Pelletier frá Bandaríkjunum. Matthew kom í mark á 2 klst og 18 mínútum sem er þriðji besti tími karla í hlaupinu frá upphafi.

1. Matthew Pelletier, USA, 02:18:00 (þriðji besti tími karla frá upphafi)
2. Wojciech Kopec, POL, 02:29:05
3. Andy Norman, GBR, 02:30:01

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er Íslandsmeistaramót í maraþoni og því er fyrsti íslenski karlinn sem kom í mark, Arnar Pétursson, Íslandsmeistari í maraþoni 2014.

Fyrstu íslensku karlarnir voru:

1. Arnar Pétursson, 02:31:23
2. Pétur Sturla Bjarnason, 02:40:53
3. Valur Þór Kristjánsson, 02:49:23

Sarah Brown var fyrst kvenna í mark í maraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2014.

Fyrstu þrjár konur í maraþoni
1. Sarah Brown, GBR, 03:01:47
2. Melissah Kate Gibson, AUS, 03:04:52
3. Erika Verdugo, MEX, 03:10:34

Maraþonið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka er Íslandsmeistaramót í maraþoni og því var fyrsta íslenska konan, Tinna Lárusdóttir, krýnd Íslandsmeistari í maraþoni.

Fyrstu þrjár íslensku konurnar:
1. Tinna Lárusdóttir, 03:27:28
2. Melkorka Árný Kvaran, 03:41:01
3. Pálína Sigurðardóttir, 03:48:28

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert