Skýr breyting á óróamælum

Línuritið sýnir óróa á mæli í nágrenni við Dyngjujökul.
Línuritið sýnir óróa á mæli í nágrenni við Dyngjujökul.

Óróamælar Veðurstofu Íslands í nágrenni Dyngjujökuls sýna vel gosóróa upp úr kl. 14 í dag. Það er m.a. á grundvelli þessara mælinga sem Veðurstofan sendi út tilkynningu um að gos væri hafið.

Jarðvísindamenn telja að um lítinn atburð sé að ræða enn sem komið er og vegna þrýstings frá jöklinum sé óljóst hvort gosið muni eingöngu verða undir jökli eða koma upp úr honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert