Starf heimamanna fær meiri meðbyr

Verðlaunahafar landgræðsluverðlauna með ráðherra og landgræðslustjóra, Sigurður Ingi Jóhannsson, Eiríkur …
Verðlaunahafar landgræðsluverðlauna með ráðherra og landgræðslustjóra, Sigurður Ingi Jóhannsson, Eiríkur Jónsson, Þorfinnur Þórarinsson, Svava Bogadóttir, skólastjóri Stóru-Vogaskóla, og Sveinn Runólfsson. Ljósmynd/Áskell Þórisson

„Það er svolítið annað þegar heimamenn standa að svona verki. Það fær meiri meðbyr,“ segir Þorfinnur Þórarinsson, bóndi á Spóastöðum og forystumaður í Landgræðslufélagi Biskupstungna, um uppgræðslustarf félagsins.

Landgræðslufélagið hefur grætt upp rofabörð og örfoka sanda á Biskupstungnaafrétti, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Umhverfisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, veitti landgræðsluverðlaun 2014, við athöfn í félagsheimilinu Aratungu í gær. Verðlaunin eru veitt einstaklingum, félagasamtökum og skólum sem unnið hafa að landgræðslu og landbótum. Verðlaunahafarnir í ár eru Eiríkur Jónsson, bóndi í Gýgjarhólskoti og Stóru-Vogaskóli í Vogum, auk Þorfinns Þórarinssonar á Spóastöðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert