„Það er ekki mikið að sjá“

Enn er verið að kanna svæðið.
Enn er verið að kanna svæðið. Árni Sæberg

„Það er ekki mikið að sjá. Við sjáum ekki eldgos en við erum enn að skoða málið. Við getum ekki fullyrt neitt á þessari stundu,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í samtali við mbl.is rétt í þessu.

Magnús Tumi flýgur nú yfir Dyngjujökul í vél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, ásamt öðrum vísindamönnum. Engar vísbendingar eru enn um bráðnun frá jöklinum eð hlaup vegna goss. Að sögn Magnúsar Tuma er enn verið að kanna svæðið og eru vísindamennirnir í stöðugu samband við Almannavarnir. Ekki er enn hægt að útiloka bráðnun frá jöklinum eða hlaup. 

Vís­inda­menn Veður­stofu Íslands telja að lítið eld­gos sé hafið und­ir sporði Dyngju­jök­uls.Talið er að um lít­inn at­b­urð sé að ræða enn sem komið er og vegna þrýst­ings frá jökl­in­um er óljóst hvort gosið muni ein­göngu verða und­ir jökli eða koma upp úr hon­um.

mbl.is fylgist grannt með þróun mála.

Þróun skjálftavirkni í norðanverðum Vatnajökli/Bárðarbungu.
Þróun skjálftavirkni í norðanverðum Vatnajökli/Bárðarbungu. mbl.is/Elín Esther
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert