Þrír feðgar í dómgæslu í fótboltaleik

Feðgarnir fyrir leik ásamt fyrirliðum liðanna, Árborgar og Skínanda, á …
Feðgarnir fyrir leik ásamt fyrirliðum liðanna, Árborgar og Skínanda, á Selfossi. Snorri Sigurðarson, Adam Örn Sveinbjörnsson, Karel Fannar Sveinbjörnsson, Sveinbjörn Másson og Arnar Hansson. Ljósmynd/Umf-Selfoss/Gissur Jónsson

Þrír feðgar frá Selfossi sáu um dómgæslu á fótboltaleik Árborgar og Skínanda í 4. deild Íslandsmóts í knattspyrnu á Selfossi nýverið.

Þetta voru þeir Sveinbjörn Másson og synir hans, Karel Fannar og Adam Örn. Eldri sonurinn Karel Fannar, sem er 21 árs, sá um dómgæsluna, faðir hans Sveinbjörn var aðstoðardómari og Adam Örn sextán ára var á hliðarlínunni á móti föður sínum.

Þetta er líklega í fyrsta skipti sem þrír feðgar dæma opinberan leik í meistaraflokki á Íslandi, segir í  umfjöllun um þennan atburð í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert