Tjaldaði á Austurvelli

mbl.is/Hjörtur

Erlendur karlmaður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í nótt, en hann hafði tjaldað á Austurvelli og neitaði að fara að fyrirmælum lögreglu og taka niður tjaldið. Maðurinn hafði engin skilríki og neitaði að gefa lögreglu upp persónuupplýsingar. Maðurinn var vistaður í fangageymslu meðan málið er í rannsókn.

Lögreglan handtók einnig mann í miðborginni í nótt, en hann er grunaður um eignaspjöll og líkamsárás. Maðurinn mun hafa kastað farsíma sínum í rúðu bifreiðar og brotið rúðuna.  Þá var gerandi og  farþegi úr bifreiðinni með áverka eftir slagsmál sem urðu eftir rúðubrotin.

Í nótt var maður í mjög annarlegu ástandi handtekinn í miðborginni, en kvartað hafði verið undan honum þar sem hann hafði ráðist á öryggisvörð verslunar.  Maðurinn var vistaður í fangageymslu meðan ástand  hans lagast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert