Ungri stúlku bjargað úr eldsvoða

Ungri stúlku var bjargað úr brennandi húsi í Hafnarfirði nú …
Ungri stúlku var bjargað úr brennandi húsi í Hafnarfirði nú fyrir skömmu. mbl.is/Árni Sæberg

Ungri stúlku var bjargað úr brennandi íbúð í Hafnarfirði nú fyrir skömmu. Fólk sem viðstatt var brunann bjargaði stúlkunni út um glugga íbúðarinnar. Stúlkan, sem er fjórtán ára, var flutt á slysadeild til aðhlynningar vegna gruns um reykeitrun að sögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Að sögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins björguðu reykkafarar slökkviliðsins einnig tveimur hundum úr íbúðinni. 

Slökkviliðið vinnur nú að því að reykræsta íbúðina sem talin er vera talsvert skemmd en mikill eldur var í eldhúsi hennar.

Þetta er í annað sinn í þessari viku sem íbúa er bjargað úr eldsvoða í gegnum glugga. Eins og gert var kunnugt um í frétt mbl.is stukku íbúar úr brennandi húsi við Grettisgötu fyrr í vikunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert