Litakóða vegna flugs breytt

Dyngjujökull í gær.
Dyngjujökull í gær. Marco Nescher/Volcanoheli.is

Veðurstofa Íslands hefur nú ákveðið að litakóði vegna flugs verði lækkaður úr rauðum í appelsínugulan. Segir í tilkynningu frá þeim að athuganir hafi leitt í ljós að ekki hafi verið um gos undir Dyngjujökli að ræða í gær og eigi lágtíðnióróleikinn sem mældist í gær sér því aðrar skýringar. 

Skjálftavirknin undir Bárðarbungu og Dyngjujökli er enn mikil. Um 700 skjálftar hafa mælst frá miðnætti og eru þeir heldur stærri en undanfarna daga. 

Virknin undir Dyngjujökli hefur færst til norðurs og er nú mest undir jaðri jökulsins þar sem skjálfti af stærðinni 4,2 mældist í morgun. Berggangurinn undir Dyngjujökli er nú talinn vera 30 km að lengd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert