Ferðamenn í öngum sínum vegna makrílsins

Dauður makríll í Jökulsárlóni.
Dauður makríll í Jökulsárlóni. Ljósmynd/Ívar Finnbogason

Hugsanlegt er að selir og háhyrningar hafi hrakið makríltorfu inn í Jökulsárlón en vart hefur verið við mikið magn af dauðum fiski í lóninu í morgun, ýmist í fjörunni eða á ís. Ferðamenn hafa reynt að bjarga markrílnum en aðrir hafa nælt sér í dauðan fisk úr fjörunni.

Ferðamennirnir í öngum sínum

Gunnar Þór Óðinsson, skipstjóri á hjólabát sem siglir um lónið með ferðamenn, segist fyrst hafa orðið var við fiskinn í morgun. Hann siglir reglulega um Jökulsárlón en segist aldrei hafa séð makríl þar áður. Í dag er fiskurinn aftur á móti út um allt í lóninu, að sögn Gunnars Þórs, og telur hann aðspurður að um hálft tonn af markíl hafi drepist þar í morgun.

Fugl er þegar farinn að sækja í fiskinn og en ferðamennirnir eru að sögn Gunnars Þórs í öngum sínum. Sumir þeirra hafa reynt að bjarga makrílnum, án árangurs, því fiskurinn syndir alltaf aftur upp í fjöruna. Aðrir hugsa sér gott til glóðarinnar og hafa nælt sér í fisk úr fjörunni.

Makrílnum kalt í lóninu 

Sveinn Sveinbjörnsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir að stofnuninni hafi borist margar tilkynningar vegna málsins í morgun. Hann segir að makríll gangi af og til inn í árósa en yfirleitt í litlu magni. Sveinn telur að ekki sé um mikið magn að ræða.

Aðspurður segir hann að ekki sé vitað fyrir víst af hverju makrílinn hegðar sér á þennan hátt. Sveinn telur þó líklegt að sjávarspendýr á borð við sel og háhyrninga hafi hrakið fiskinn inn, en makrílinn hefur ekkert erindi inn í lónið.

Tegundin heldur sig yfirleitt í sjó þar sem hitinn er um 6,5 gráða en vatnið í lóninu er nær frostmarki. Þá er einnig ferskvatn í lóninu og það þolir makrílinn ekki.  Sveinn telur að fiskurinn sem kominn er inn í lónið muni drepast fljótlega, rati hann ekki út aftur. 

Frétt mbl.is: Makríll drepst í Jökulsárlóni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert