Telja ESB of mikið skrifræðisveldi

Norden.org

Mikill meirihluti íbúa ríkja Evrópusambandsins, eða 73%, telur að sambandið framleiði of mikið af regluverki. Þar af eru 36% mjög sammála þeirri skoðun og 37% frekar sammála henni. Tólf prósent eru hins vegar frekar ósammála því og 3% mjög ósammála. Aðrir taka ekki afstöðu.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar fyrir framkvæmdastjórn ESB sem nefnist Eurobarometer og gerð er árlega. Meirihluti íbúa allra 28 ríkja sambandsins er þeirrar skoðunar að sambandið framleiði of mikið regluverk. 

Hliðstæðar niðurstöður koma fram þegar spurt er hvort ESB sé skrifræðisveldi. 69% íbúa ríkja sambandsins telja svo vera. Þar af er þriðjungur mjög sammála því og 36% frekar sammála. 19% eru hins vegar ósammála þeirri skoðun og þar af 14% frekar ósammála.

Þegar afstaða Íslendinga er skoðuð er niðurstaðan á sömu nótum. 70% Íslendinga telja ESB vera skrifræðisveldi en 19% líta ekki svo á. Þar af eru 17% frekar ósammála því.

Hins vegar telja 64% íbúa ríkja ESB að sambandið greiði fyrir viðskiptum innan þess. Þar af eru 44% frekar sammála þeirri skoðun. 23% eru því ósammála og þar af 16% frekar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert