Ferðamenn slösuðust í bílveltu

Jeppinn fór tvær til þrjár veltur en lenti á hjólunum.
Jeppinn fór tvær til þrjár veltur en lenti á hjólunum. Ljósmynd/Jón Guðbjörn Guðjónsson

Fimm erlendir ferðamenn slösuðust þegar jeppabifreið sem þeir óku fór út af veginum í Reykjafirði, rétt innan við Naustvík, á ellefta tímanum í morgun. Jeppinn fór tvær til þrjár veltur en endaði á hjólunum í fjörunni. Ekki er talið að meiðsli ferðamannanna séu alvarleg.

Blaðamaður Litlahjalla fór á vettvang og segir hann að þarna sé blindhæð og beygja í henni, en engin merki séu við blindhæðina. Það hafi því líklega orðið til þess að ökumaður brást ekki rétt við þegar hann ók þar yfir.

Aftan á jeppanum var pallhús sem splundraðist í veltunum og lá brak bæði uppi á veginum og við bifreiðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert