„Kosta þó ekki neinar fúlgur fjár“

Kristinn R. Ólafsson.
Kristinn R. Ólafsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Langri vegferð minni með Síðdegisútvarpinu lýkur í dag. Þó ekki að eigin ósk. Var í reynd að frétta þetta rétt í þessu eftir að hafa þurft að spyrja að því sjálfur.“

Þannig ritar Kristinn R. Ólafsson á Facebook-síðu sína en pistlar hans frá Spáni hafa um árabil verið fastur liður í Síðdegisútvarpinu á Rás 2. Ríkisútvarpið hefur nú tilkynnt honum að ekki verði keyptir fleiri pistlar af honum. „Síðasti pistill minn í þessum þætti sem ég hef fylgt síðan einhverntíma á síðustu öld verður þar á eftir uppúr klukkan hálfsex ef venju er haldið: upptaka uppá gamla mátann og settur saman áður en ég hafði frétt eitt eða neitt.“

Kristinn bendir á að nýtt Síðdegisútvarp hefjist á fimmtudaginn „og menn þar telja sig ekki hafa efni á því að kaupa pistla mína sem kosta þó ekki neinar fúlgur fjár.“ Hann endar færsluna á því að segja þetta skítt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert