Lögreglan mun tapa trausti

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata. Ómar Óskarsson

Njóti Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, áfram trausts Alþingis mun traust til lögreglunnar í landinu tapast. Þetta segir Jón Þór Óafsson, þingmaður Pírata. Flokkurinn hyggst lýsa yfir vantrausti á ráðherrann þegar þing kemur saman.

Jón Þór segir þær upplýsingar sem fram komi í bréfi umboðsmanns Alþingis, þar sem vitnað er til yfirheyrslu yfir Stefáni Eiríkssyni, fyrrverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, grafalvarlegar. „Ef ráðherra dómsmála kemst upp með þetta þá er ekki hægt að treysta lögreglurannsóknum í landinu. Þá hefur skapast fordæmi að yfirmaður lögreglumála komist upp með það að hafa áhrif á rannsóknir lögreglu,“ segir Jón Þór á vefsvæði sínu.

Hann segir greinilegt að innanríkisráðherra, yfirmaður lögreglumála, hafi ítrekað gagnrýnt rannsókn lögreglu á hennar eigin starfsfólki og hótað svo rannsókn á rannsókn. Gangi það eftir að hún njóti trausts muni mikið traust til lögreglu tapast.

Frétt mbl.is: Lýsa yfir vantrausti á Hönnu Birnu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert