Meirihlutinn jákvæður fyrir evrunni

AFP

Meirihluti íbúa ríkja Evrópusambandsins er hlynntur tilvist myndbandalags sambandsins og evrunnar samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem gerð var fyrir framkvæmdastjórn þess.

Samtals eru 55% hlynnt tilvist evrunnar og myntbandalagsins að baki henni en 36% andvíg. Mest er andstaðan á meðal Breta, Dana, Svía og Tékka en engin þessara þjóða hefur tekið evruna upp sem gjaldmiðil sinn en ekki var spurt með beinum hætti um afstöðuna til upptöku hennar. Þannig eru 77% Svía andvíg tilvist evrunnar og myntbandalagsins, 73% Breta og Tékka og 66% Dana.

Hins vegar eru 80% Eista hlynnt tilvist evrunnar og myntbandalagsins samkvæmt könnuninni, 78% Belga og Lúxemborgarbúa og 76% Finna en þessar þjóðir nota evru. Þá eru 59% Íslendinga hlynnt tilvist þess en 36% andvíg henni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert