Mennskur fússball næsta æðið?

Tíu manns, sex 4m langar stangir, nokkur vörubretti og bolti er allt sem þarf til að hægt sé að keppa í mennskum „fússball“, stækkaðri útgáfu af borðleiknum vinsæla. Eftir að hafa séð myndskeið með leiknum á netinu ákváðu starfsmenn Morgunblaðsins og mbl.is að halda mót í mennskum „fússball“ á dögunum þar sem ekkert var gefið eftir eins og sést í þessu myndskeiði.

Það var liðið Guðrún og gasgrillin sem bar sigur úr býtum í mótinu eftir æsispennandi úrslitaleik, en það var að mestu skipað blaðamönnum á menningardeild Morgunblaðsins. Miðað við ánægjuna sem mótið vakti á meðal starfsmanna má slá því föstu að fleiri verði farnir að leika mennskan „fússball“ áður en langt um líður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert