Slökkvistörfum lokið í Bjarnaborg

Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í húsinu Bjarnaborg …
Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í húsinu Bjarnaborg á horni Vitastígs og Hverfisgötu. mbl.is/Styrmir Kári

Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins hefur lokið störfum við Bjarnaborg, fjöl­býl­is­hús á horni Hverf­is­götu og Vita­stígs, en tilkynnt var um eld og reyk í húsinu á áttunda tímanum í morgun. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út og og hefur eldurinn verið slökktur og reyklosun verið lokið. Lögreglan mun nú fara á svæðið og hefja rannsókn málsins.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu reyndist eldurinn vera í ruslageymslu hússins, en eldsupptök eru ókunn. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var um að ræða eld í rými á jarðhæð og barst reykur í nokkrar íbúðir í húsinu. Enginn slasaðist í eldsvoðanum.

Húsið var rýmt og kom áfallateymi frá Rauða krossinum á staðinn og veitti íbúum áfallahjálp. Þá var strætisvagn fenginn á staðinn og biðu íbúar hússins í honum á meðan slökkviliðið var að störfum.

Frétt mbl.is: Bjarnaborg rýmd

Frétt mbl.is: Eldsvoði á Hverfisgötu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert