Talið að kviknað hafi í út frá rafmagni

Eldur kviknaði í húsinu Bjarnaborg á horni Vitastígs og Hverfisgötu.
Eldur kviknaði í húsinu Bjarnaborg á horni Vitastígs og Hverfisgötu. mbl.is/Styrmir Kári

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu liggur grunur á því að kviknað hafi í út frá rafmagnstæki í Bjarnaborg í morgun. Tilkynnt var um eld og reyk í húsinu, sem stendur á horni Hverfisgötu og Vitastígs, á áttunda tímanum og var slökkvistörfum lokið á tíunda tímanum. Hóf lögregla þá rannsókn á eldsupptökum, en þeirri rannsókn er ekki lokið. Bráðabirgðaniðurstöður eru þó þær að kviknað hafi í út frá rafmagni eða rafmagnstæki.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá slökkviliðinu reynd­ist eld­ur­inn vera í ruslageymslu húss­ins og að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu barst reyk­ur í nokkr­ar íbúðir í hús­inu. Eng­inn slasaðist í elds­voðanum.

Húsið var rýmt og kom áfallat­eymi frá Rauða kross­in­um á staðinn og veitti íbú­um áfalla­hjálp. Þá var stræt­is­vagn feng­inn á staðinn og biðu íbú­ar húss­ins í hon­um á meðan slökkviliðið var að störf­um.

Frétt mbl.is: Slökkvistörfum lokið í Bjarnaborg

Frétt mbl.is: Bjarna­borg rýmd

Frétt mbl.is: Elds­voði á Hverf­is­götu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert