Þriggja leitað í helli

Björgunarsveitarmenn eru á vettvangi. Myndin er úr safni.
Björgunarsveitarmenn eru á vettvangi. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 18 í kvöld til leitar að þremur manneskjum sem hafa ekki skilað sér eftir ferð í Raufarhólshelli. Var von á þeim úr ferðinni klukkan 14 í dag. Bíll þeirra er við hellinn en ekki hefur náðst samband við þær síðan á þriðja tímanum í dag.

Björgunarsveitamenn eru þegar komnir í hellinn til leitar og búið er að kalla út sérhæft fjallabjörgunarfólk af höfuðborgarsvæðinu ef til þess kemur að aðstoðar þess sé þörf.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar segir ennfremur að samkvæmt grein Harolds H. Munger í Morgunblaðinu 16. janúar 1955 sé Raufarhólshellir „um það bil 1.360 m langur og liggur að hluta til undir Þrengslaveginum. Hann er 10-30 m breiður og upp undir 10 m hár. Þakið er víðast um það bil 12 m þykkt nema undir veginum þar sem það þynnist stöðugt við hrun. Fara verður með gát við hellinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert