Aspir mjög „ryðgaðar“ í uppsveitum

Aspir á Akureyri.
Aspir á Akureyri. mbl.is/Kristján Kristjánsson

Mikið ryð er nú í ösp víða í uppsveitum á Suðurlandi. Einkum ber á þessu í skógum og lundum sem gróðursettir voru fyrir árið 1999, en þá varð fyrst vart við asparryð hér á landi.

Fyrir þann tíma var lerki gjarnan plantað í bland við ösp, segir á heimasíðu Skógræktar ríkisins.

Lerki er millihýsill fyrir ryðið og dreifist smitefnið í maí og júní frá lerki yfir á blöð asparinnar en yfir sumarið dreifist það á milli aspartrjáa. „Versti ryðfaraldurinn til þessa var sumarið 2010, en ástandið nú er jafnvel verra en þá. Sumarið 2011 mátti víða sjá kalsprota sem voru afleiðing ryðsins árið áður. Ástæða er til að óttast að svipað gerist nú,“ segir á skogur.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert