Dópaðir undir stýri í síðdegisumferðinni

mbl.is/júlíus

Lögreglan stöðvaði för tveggja ökumanna síðdegis í gær. Annar í Lágmúla en hann reyndist undir áhrifum fíkniefna. Einn farþegi bifreiðarinnar var með fíkniefni á sér og annar vopn. 

Þar skammt frá, eða á Suðurlandsbraut, var annar ökumaður stöðvaður en sá er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna.

Lögreglan fékk tilkynningu um umferðaróhapp á Gullinbrú / Stórhöfða á sjöunda tímanum í gær.  Báðir ökumenn fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Annar ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Á rúmum þremur tímum í nótt voru 15-20 ökumenn kærðir fyrir brot á umferðarlögum á Bústaðavegi og eða ökutæki þeirra ekki  í lögmætu ástandi.

Ökumaður sem er grunaður um ölvun við akstur og aka án réttinda var stöðvaður á öðrum tímanum í nótt í Engjhjalla í Kópavogi og um fjögurleytið í nótt var ölvaður ökumaður stöðvaður á Sæbraut við Kalkofnsveg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert