„Fylltum öll ker og ílát um borð“

Það var handagangur í öskjunni þegar smábátarnir komu hver af …
Það var handagangur í öskjunni þegar smábátarnir komu hver af öðrum til að landa í Ólafsvík í gærkvöldi. mbl.is/Alfons

Mokveiði er hjá makrílbátum sem róa frá Snæfellsbæ. „Við tökum afla af sjö bátum og ég áætla að hver bátur landi um sjö tonnum í kvöld (gærkvöld)“.

Þetta segir Gunnar Bergmann, innkaupastjóri hjá Frostfiski, í Morgunblaðinu í dag en tók fram að það gæti allt eins orðið mikið meira miðað við fréttirnar sem bærust frá miðunum.

Bátarnir hafa haldið sig úti af Skarðsvík og alveg inn undir Rif og mátti sjá um 20 báta í einum hnapp í gærkvöldi. Þórður Björnsson, hafnarvörður í Ólafsvík, sagði að sumir bátarnir hefðu landað snemma, allt að níu tonnum, og farið síðan út aftur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert