Lögregla tekur ísfötu-áskorun

Skjáskot af myndskeiði lögreglunnar á Suðurnesjum.

Nokkrir lögreglumenn á Suðurnesjum hoppuðu nýlega ofan í fiskikar með ísköldu vatni. Frá því í júní á þessu ári hefur hverri fötunni á fætur annarri verið hvolft ofan á fólk hér og þar í heiminum sem liður í ísfötu-áskoruninni. Markmiðið er að vekja athygli á MND-sjúkdómnum. 

„Þar sem engin hefur skorað á okkur að taka þátt í þessari frábæru söfnun til styrktar MND-félaginu þá ákváðum við bara að skora á okkur sjálf. Nokkrir félagar okkar tóku það að sér að demba sér í ískalt bað og í framhaldinu gáfum við í söfnunina. Hvetjum við aðra til að gera slíkt hið sama, en sérstaklega skorum við á kollega okkar á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og Akureyri. Nánari upplýsingar má finna á mnd.is,“ segir í færslu lögreglunnar á Suðurnesjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert