Mikil makrílgengd í íslenskri lögsögu

Vænn makríll.
Vænn makríll. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Heildarvísitala makríls, eða lífmassi, í Norðaustur Atlantshafi hefur verið metin um 9 milljón tonn. Þar af voru 1,6 milljón tonn innan íslenskrar efnahagslögsögu eða tæp 18%. Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun Íslands er því um mikla makrílgengd að ræða í íslenskri lögsögu.

Þetta eru niðurstöður sameiginlegs makrílleiðangurs Færeyinga, Íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga í júlí og ágúst. Markmið leiðangursins var að kortleggja útbreiðslu og magn makríls og annarra uppsjávarfiskistofna í Norðaustur Atlantshafi meðan á ætisgöngum þeirra um Norðurhöf stendur ásamt því að kanna ástand sjávar og átustofna á svæðinu.

Magn og útbreiðsla makríls á svæðinu var metin út frá afla í stöðluðum togum sem tekin voru með reglulegu millibili og var rannsóknasvæðið um 2,45 milljónir ferkílómetrar. Heildarvísitala makríls (lífmassi) á svæðinu var metin um 9 milljón tonn, þar af voru 1,6 milljón tonn innan íslenskrar efnahagslögsögu eða tæp 18%.

Vísitala lífmassa er lítið eitt hærri en á síðasta ári og sú hæsta sem mælst hefur frá því að rannsóknir hófust árið 2007. Magn makrílsinnan íslenskrar lögsögu var svipað og mældist árin 2012 og 2013.

Heildarstærð svæðisins sem kannað var í ár var svipað og á síðasta ári þar sem viðbótar svæðið sem dekkað var innan grænlensku lögsögunnar í ár vegur upp á móti því að Norðursjórinn var ekki kannaður í þetta sinn. Því var aðeins lítill hluti lögsögu Evrópusambandsins kannaður nú.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert