Spennandi túnfiskveiðar

Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., eftir löndun á aflanum í …
Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., eftir löndun á aflanum í Grindavík í gær, en túnfiskinum var strax pakkað fyrir flug til Japan. Ljósmynd/Optimus margmiðlun /Sölvi Logason

Veiðar á túnfiski fara vel af stað þetta haustið, en í gær var ellefu túnfiskum landað í Grindavík úr Jóhönnu Gísladóttur ÍS, skipi Vísis hf.

Þetta var fyrsta veiðiferð skipsins á bláuggatúnfisk og fengust 15 fiskar í tveimur lögnum, en fjórir náðust ekki um borð.

Þetta er betri árangur heldur en náðst hefur undanfarin ár í tilraunaveiðum á túnfiski og segir Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, að menn hafi vandað sig og lagt mikla vinnu í undirbúninginn. Vonandi verði framhaldið hjá Þórði Pálmasyni skipstjóra og hans mönnum í líkingu við fyrsta túrinn. Skipið hélt til veiða á laugardag, landað var í gær og haldið út aftur síðdegis, að því er fram kemur í umfjöllun um veiðiskap þennan í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert