Sýklalyfjaónæmi alþjóðlegt vandmál

AFP

Sýklalyfjaónæmi baktería er ein af stærstu heilbrigðisógnum heimsins í dag. Talið er að í Evrópu komi upp um það bil 400 þúsund sýkingar á ári hverju af völdum ónæmra sýkla sem leiða til um 25 þúsund dauðsfalla. Notk­un sýkla­lyfja hér á landi hef­ur hald­ist nokk­urn veg­inn óbreytt síðustu ár.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sótt­varn­ar­lækn­is um sýkla­lyfja­notk­un. Í henni segir Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis, að með auknum ferðalögum og viðskiptum með matvæli og dýraafurðir heimshorna á milli opnist leiðir fyrir sýklalyfjaónæmar bakteríur til að dreifa sér. Sýklalyfjaónæmi sé því alþjóðlegt vandmál. „Aukið ónæmi fyrir sýklalyfjum veldur vandamálum við meðferð sýkinga og hefur þar af leiðandi slæmar afleiðingar fyrir heilsu manna og dýra og veldur auknum kostnaði við heilbrigðisþjónustu.“

Hún segir að sýklalyfjanotkun sé einn af áhrifamestu þáttunum í vali og dreifingu sýklalyfjaónæmis, þótt sambandið geti verið flókið. Röng eða of mikil notkun sýklalyfja auki hættu á uppkomu og útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. „Forsenda markvissra aðgerða gegn óskynsamlegri sýklalyfjanotkun er að hafa góðar og áreiðanlegar upplýsingar um notkun sýklalyfja og þróun ónæmis gegn þeim. Á Íslandi er hvatt til þess að sýklalyf séu notuð með ábyrgum hætti. Áhersla er lögð á sýkingavarnir á heilbrigðisstofnunum og fylgst er með tíðni sýkinga sem tengjast heilbrigðisþjónustunni.“

Frétt mbl.is: Sýklalyfjanotkun minnkar hjá 0-4 ára

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert