Tillaga um tvöföldun viðbyggingar við Hótel Geysi

Geysir í Haukadal.
Geysir í Haukadal. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Gert er ráð fyrir tvöföldun byggingarmagns í viðbyggingu Hótels Geysis í Haukadal, samkvæmt tillögum að breyttu deiliskipulagi við Hótel Geysi og Geysisstofu.

Byggðaráð Bláskógabyggðar hefur auglýst tillögurnar til að gefa íbúum og öðrum hagsmunaaðilum kost á að gera athugasemdir.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að lagt er til að afmörkun byggingareits fyrir viðbyggingu við hótelið breytist auk þess sem gert er ráð fyrir að heimilað byggingarmagn nýs hótels fari úr 4.500 fermetrum í allt að 9.000.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert