Æfingabúðir hefjast um helgina

Kynjahlutfjöll hafa alla tíð verið í jöfn í Gettu betur.
Kynjahlutfjöll hafa alla tíð verið í jöfn í Gettu betur. Eggert Jóhannesson

Gettu betur hefur verið eitt vinsælasta sjónvarpsefni þjóðarinnar síðan keppnin hóf göngu sína. Kynjahlutföll hafa allar götur síðan verið við mjög ójöfn þar sem stelpur hafa verið í miklum minnihluta og hefur stýrihópur keppninnar því ákveðið að kynjakvóti verði í spurningakeppninni vorin 2015 og 2016.  

Gettu betur stelpurnar, hópur kvenna sem hafa tekið þátt í keppninni, vonast til þess að stuðla að jafnari kynjaskiptingu með æfingabúðum sem fara fram um helgina í Útvarpshúsinu, Efstaleiti.

Æfingabúðirnar eru fyrir stelpur í 9.-10. bekk í grunnskóla og á framhaldsskólaaldri sem hafa áhuga á spurningakeppnum.

Stelpurnar koma hvaðanæva að

Skráning í æfingabúðirnar hefur gengið vonum framar að sögn Maríu Helgu Guðmundsdóttur, einn stofnenda Gettu betur stelpna, og verða stelpurnar 48 talsins sem taka þátt. Þar af eru flestar að stíga sín fyrstu skref í framhaldsskóla.

Kynningar á æfingabúðunum gengu vel fyrir sig og kom hópurinn víða við um landið. „Við vorum duglegar að kynna þetta í skólum á landsbyggðinni og það hefur skilað sér,“ segir María Helga en þriðjungur þátttakanda eru af landsbyggðinni og býðst þeim ferðstyrkur til þess að koma sér til Reykjavíkur.

Verkefni sem nýtast víða

Æfingarbúðirnar hefjast annað kvöld með pizzuveislu þar sem spilað verður spurningaleiki og gefið stelpunum færi á að kynnast innbyrðis. Á laugardag og sunnudag verður svo eiginleg kennsla og æfingar sem enda á æfingamóti.

Markmiðið er að kynna Gettu betur fyrir stelpunum og hvetja þær til þátttöku. „Við viljum gefa þeim tækifæri til þess að kynnast þessu á eigin forsendum og læra af konum sem hafa verið í þessari stöðu. Auk þess gefst þeim færi á að kynnast öðrum stelpum á svipuðum aldri með svipuð áhugamál“ segir María Helga.  

Æfingabúðirnar nýtast þó ekki aðeins þeim sem hyggjast taka þátt í Gettu betur eða öðrum spurningakeppnum. „Allt sem við tölum um þarna og þau verkefni sem stelpunum eru sett fyrir munu nýtast manni langt fyrir utan einhvern spurningaleik. Þetta snýr að eflingu sjálfstrausts, framkomu og öflun upplýsinga sem er mikilvægt í námi og starfi“ segir María Helga.  

Þá hefur hún trú á að æfingabúðirnar eigi eftir að verða til þess að kynjahlutföll taki að jafna sig. „Ég sé enga ástæðu til annars en að þessar stelpur gefi allar kost á sér í liðið í sínum skólum enda eru þetta mjög frambærilegar og efnilegar stelpur“ segir María Helga.

Fésbókarsíða Gettu betur stelpna

Æfingabúðirnar koma til með að nýtast þátttakendum víða.
Æfingabúðirnar koma til með að nýtast þátttakendum víða. Ljósmynd/fésbók Maríu Helgu Guðmundsdóttur
Kynjahlutfjöll hafa alla tíð verið í jöfn í Gettu betur.
Kynjahlutfjöll hafa alla tíð verið í jöfn í Gettu betur. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert