Andlát: Knútur Björnsson lýtalæknir

Knútur Björnsson
Knútur Björnsson

Knútur Björnsson lýtalæknir lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. ágúst síðastliðinn.

Knútur fæddist 1. maí 1930 á Skálum á Langanesi, sonur hjónanna Sigurveigar G. Sveinsdóttur og Björns Sæmundssonar.

Knútur stundaði sérfræðinám í lýtalækningum í Malmö í Svíþjóð og var hann fyrstur Íslendinga til að fá full sérfræðiréttindi í lýtalækningum. Hann starfaði sem lýtalæknir til ársins 2003, lengst af hjá Landspítala – Háskólasjúkrahúsi, en einnig rak hann læknastofu í Domus Medica. Hann var einn af stofnendum Félags íslenskra lýtalækna og var gerður að heiðursfélaga árið 2011.

Knútur var liðtækur kylfingur, var þrefaldur Íslandsmeistari eldri kylfinga og landsliðsmaður um árabil.

Knútur var tvíkvæntur. Hann kvæntist Önnu Þóru Þorláksdóttur 1953. Þau skildu 1986. Saman eignuðust þau fimm börn, þau Sigurveigu, Sæmund, Kára, Steinunni og Björn. Fyrir átti Knútur dótturina Sólveigu. Knútur kvæntist Kristjönu Ellertsdóttur og bjó með henni til æviloka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert